PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 15:01
Brynjar Ingi Erluson
Owen blandar sér í umræðuna - „Get ímyndað mér hvernig þér líður“
Mynd: EPA
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur blandað sér í umræðuna um egypska sóknarmanninn Mohamed Salah.

Salah lét Arne Slot og Liverpool heyra það eftir að hafa verið settur á bekkinn í þriðja sinn í röð í gær.

Opnaði hann þar möguleikann á að fara frá Liverpool, en hann segist ekki fá þá virðingu sem hann á skilið hjá Englandsmeisturunum.

Owen, sem var eitt sinn aðalmaður Liverpool, segist vel skilja það sem Salah sé að ganga í gegnum, en að þetta sé ekki rétta leiðin til að gera hlutina.

„Ó, Mo Salah ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú hefur borið liðið á herðum þér í svo langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna, en þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki opinberlega sagt það sem þú sagðir. Þú ferð á Afríkumótið eftir viku.“

„Getur þú ekki bitið í vörina, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð svo hvernig landið liggur þegar þú kemur til baka?“
sagði og spurði Owen á X.

Owen fór til Real Madrid frá Liverpool árið 2004 eftir að hafa verið þeirra besti maður. Hann skorar ekki lengur hátt á vinsældarlistanum hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hafa gengið í raðir erkifjenda þeirra í Manchester United árið 2009.
Athugasemdir