PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 07. desember 2025 13:24
Brynjar Ingi Erluson
Salah segir fjölmiðla gera upp á milli leikmanna - „Kane skoraði ekki í tíu leikjum“
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Viaplay og TV2 eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds í gær, en þar gagnrýndi hann Arne Slot, Liverpool og fjölmiðla.

Salah er kominn með nóg og viðurkennir að hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool.

Hann var á bekknum þriðja leikinn í röð í gær en hann kom ekkert við sögu gegn Leeds.

Egyptinn segir fjölmiðla gera upp á milli leikmanna og minnist þess þegar Harry Kane fór í gegnum mikla markaþurrð en þar á hann væntanlega við þegar Nuno Espirito Santo tók við Tottenham en þá skoraði Kane aðeins eitt mark í fyrstu þrettán deildarleikjunum.

„Ég hef skorað meira en allir aðrir af þessari kynslóð síðan ég kom í ensku úrvalsdeildina. Ef ég væri að spila annars staðar þá færu allir í fjölmiðla til að verja leikmanninn, en ég er sá eini sem er í þessari stöðu.“

„Get ég gefið ykkur dæmi? Það er svolítið kjánalegt og mér þykir fyrir þessu en ég man að fyrir einhverju síðan þá skoraði Harry Kane ekki í tíu leikjum. Fjölmiðlar sögðu: „Ohh, mun klárlega skora“ en þegar það kemur að Mo þá segja allir: „Hann þarf að fara á bekkinn“. Mér þykir fyrir þessu, Harry!“
sagði Salah.

Hann sagðist þá meðvitaður um það að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, muni líklegast fara á eftir honum eftir viðtal gærdagsins.

„Þetta er ótrúlega sárt eftir allt sem ég hef gert fyrir félagið. Þú getur alveg ímyndað þér það. Ég þekki félagið mjög vel og hef verið hér í mörg ár, en Jamie Carragher mun örugglega láta mig heyra það aftur og aftur, og það er bara í fínu lagi,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner