Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Telur að Potter henti mjög vel fyrir West Ham
Mynd: Getty Images
West Ham er að ráða Graham Potter, fyrrum stjóra Chelsea og Brighton, sem nýjan stjóra í staðinn fyrir Julen Lopetegui sem var rekinn í dag.

Glenn Murray lék með Brighton undir stjórn Potter og telur að enski stjórinn henti West Ham mjög vel.

„Hann er með það sem stjórnin hjá West Ham vill. Fólk vill sjá betri fótbolta á London leikvangnum og ég tel að hann geti breytt því. Hann þarf samt auðvitað að fá þolinmæði frá stuðningsmönnum svo hann geti miðlað hugmyndafræði sína til leikmanna. Það tekur allt tíma, ég þekki það," segir Murray.

„Graham hefði frekar viljað taka við liðinu í sumar en stundum er fótboltinn svona. Þegar þú ert ekki með starf þá þarftu að vera tilbúinn að grípa gæsina og stíga inn þegar á þarf að halda. Ég tel að Graham passi vel inn í West Ham."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner