Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 08. febrúar 2021 17:30
Enski boltinn
Gleymdi gaurinn Gundogan raðar inn mörkum
Topplið Manchester City hefur verið á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan hefur verið í miklu stuði en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri á Liverpool í gær og hefur skorað sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni frá áramótum.

„Phil Foden og Gundogan hafa aldrei spilað betur," sagði Hlynur Valsson, lýsandi á Stöð 2 Sport, í hlavðarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Menn héldu að þeim myndi fatast flugið þegar De Bruyne meiddist en Gundogan sagði haltu á bjórnum mínum, ég tek þetta," agði Jóhann Már Helgason.

„Mér finnst Gundogan oft vera gleymdi gaurinn í CIty. Hann hefur verið þarna ágætlega lengi en hann hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli. Þetta var einn af efnilegustu leikmönnum í eimi þegar hann var hjá Dortmund. Hann smellpassar inn í hugmyndafræði Pep Guardiola. Hann er mjög taktíkst klókur leikmaður."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - City kláraði pirraða Liverpool menn
Athugasemdir
banner