Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   sun 08. mars 2020 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnleifur í markinu á Reyðarfirði - Afturhvarf til fortíðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er í marki Blika sem leikur þessa stundina við Leikni F. í Lengjubikarnum.

Leikið er í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins og er leikstaður Fjarðabyggðarhöllin.

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan vekur athygli á því að Gulli sé í markinu og rifjar upp að Gulli varði mark KVA árið 1996. 24 ár eru síðan Gunnleifur lék með KVA og Helgi man eftir því.

„Sá draumurinn að sjá Gunnleif Gunnleifsson aftur í markinu á Reyðarfirði. Síðast fyrir 24 árum," skrifar Helgi á Twitter og birtir hreyfimynd af Gunnleifi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner