banner
   fim 08. apríl 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Jonny snýr líklega ekki aftur fyrr en 2022
Jonny.
Jonny.
Mynd: Getty Images
Jonny, spænski bakvörðurinn hjá Wolves, spilar væntanlega ekki meira á þessu ári en hann lenti í sínum öðrum liðbandameiðslum á hné á innan við tólf mánuðum.

„Það er verið að skoða hvaða aðgerð hann mun fara í. Við þurfum að sjá til þess að hann fari sterkur inn í þetta ferli og engar efasemdir séu í honum," segir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves.

Úlfarnir munu mæta Fulham á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

Willy Boly er enn fjarri góðu gamni eftir að hafa greinst með Covid-19 veiruna. Þá eru Joao Moutinho og Marcal enn á meiðslalistanum vegna nárameiðsla.

Úlfarnir eru í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner