Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   mið 08. júlí 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Lindelöf ekki með á morgun?
Manchester United hefur verið á flugi en liðið mætir Aston Villa á útivelli annað kvöld.

Sænski varnarmaðurinn Victor Lindelöf er tæpur fyrir leikinn en hann er að glíma við bakmeiðsli eftir sigur gegn Bournemouth á laugardag.

BBC reiknar með því að Eric Bailly muni byrja leikinn ef Lindelöf verður ekki klár.

Axel Tuanzebe og Phil Jones eru enn á meiðslalista United.

Manchester United er í fimmta sæti og setur stefnuna á að enda í topp fjórum en Aston Villa berst fyrir lífi sínu í deildinni. Áhugaverð viðureign framundan á morgun.

Athugasemdir