Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   sun 08. september 2024 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Ólsurum mistókst að taka annað sætið - Mikil spenna fyrir lokaumferðina
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferð deildartímabilsins í 2. deild karla fór fram í dag, þar sem Völsungur og Þróttur Vogum gerðu jafntefli í toppbaráttunni.

Vogamenn komust í tveggja marka forystu og leiddu 0-2 í hálfleik en Arnar Pálmi Kristjánsson og Juan Hermida náðu að jafna á lokakaflanum.

Lokatölur urðu 2-2 og er Völsungur áfram í öðru sæti og Þróttur í þriðja sæti eftir jafnteflið.

Víkingur frá Ólafsvík fékk hér kjörið tækifæri til að hrifsa annað sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina en mistókst ætlunarverk sitt í heimsókn til Þorlákshafnar.

Ólsarar tóku forystuna en Ægismenn sneru stöðunni við og urðu lokatölur 2-2 eftir jöfnunarmark gestanna á 73. mínútu.

Víkingur er jafn Þrótti á stigum í þriðja sæti, einu stigi á eftir Völsungi í öðru sæti á meðan Selfoss trónir þægilega á toppinum og er búið að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni á næsta ári.

Völsungur, Þróttur V. og Víkingur Ó. munu því berjast um annað sætið í lokaumferðinni þar sem aðeins eitt stig skilur liðin þrjú að.

Það er einnig spenna í fallbaráttunni þar sem KF, Kormákur/Hvöt og KFG geta öll fallið í lokaumferðinni. Það eru tvö stig á milli þessara þriggja fallbaráttuliða.

Völsungur 2 - 2 Þróttur V.
0-1 Jóhannes Karl Bárðarson ('2 )
0-2 Guðni Sigþórsson ('39 )
1-2 Arnar Pálmi Kristjánsson ('79 )
2-2 Juan Guardia Hermida ('90 )

Ægir 2 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Luis Romero Jorge ('12 )
1-1 Stefan Dabetic ('21 )
2-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('62 , Mark úr víti)
2-2 Luis Alberto Diez Ocerin ('73 )

Haukar 5 - 1 KF
0-1 Ísak Jónsson ('9 , Sjálfsmark)
1-1 Frosti Brynjólfsson ('24 )
2-1 Ísak Jónsson ('39 )
3-1 Fannar Óli Friðleifsson ('63 )
4-1 Frosti Brynjólfsson ('80 )
5-1 Fannar Óli Friðleifsson ('84 )

Höttur/Huginn 1 - 3 Reynir S.
0-1 Kristófer Páll Viðarsson ('9 )
0-2 Kristófer Páll Viðarsson ('45 )
0-3 Kristófer Dan Þórðarson ('79 )
1-3 Víðir Freyr Ívarsson ('90 )

KFG 1 - 3 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano ('18)
0-2 Gonzalo Zamorano ('61)
0-3 Sesar Örn Harðarson ('74)
1-3 Pétur Máni Þorkelsson ('92)
Rautt spjald: , Selfoss ('93)

Kormákur/Hvöt 1 - 3 KFA
0-1 Eiður Orri Ragnarsson ('38 )
1-1 Ingvi Rafn Ingvarsson ('47 )
1-2 Jacques Fokam Sandeu ('86 )
1-3 Nenni Þór Guðmundsson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner