Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Andri Rúnar skoraði sigurmark Esbjerg
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmark Esbjerg þegar liðið sló út Silkeborg í danska bikarnum í kvöld.

Bæði þessi félög eru í dönsku B-deildinni. Esbjerg er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki og Silkeborg er í fjórða sæti með 12 stig eftir sex leiki.

Leikurinn í kvöld var í 64-liða úrslitum bikarsins. Andri byrjaði á bekknum en hann kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið á 78. mínútu. Andri Rúnar er núna búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í bikarnum.

Stefán Teitur Þórðarson, sem er nýkominn til Silkeborg frá ÍA, byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður. Hann var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg en hann tók við liðinu í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner