Stjarnan tilkynnti í rétt í þessu að Aron Dagur Birnuson væri genginn í raðir félagsins. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til félagsins á stuttum tíma, sá fyrsti var Samúel Kári Friðjónsson. Aron Dagur fær leikheimild með liðinu eftir að tímabilinu 2024 lýkur.
Aron Dagur kemur frá Grindavík þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Hann var með skráðan samning við Grindavík út tímabilið 2025.
„Aron Dagur, sem er ungur og efnilegur markvörður, kemur inn með mikla hæfileika. Hann hefur sýnt frábæra frammistöðu undanfarin ár í Grindavík og verður einstaklega gaman að sjá hann á Samsungvelli næstu árin!" segir í tilkynningu Stjörnunnar. Aron Dagur skrifar undir þriggja ára samning í Garðabænum.
Aron Dagur er 25 ára og er uppalinn í KA. Hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki tímabilið 2017 með KA, lék á láni með Völsungi 2018, varði mark KA í samtals 17 deildarleikjum tímabilin 2019-2020 og fór svo til Grindavíkur þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður síðustu fjögur tímabilin.
Aron Dagur kemur frá Grindavík þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Hann var með skráðan samning við Grindavík út tímabilið 2025.
„Aron Dagur, sem er ungur og efnilegur markvörður, kemur inn með mikla hæfileika. Hann hefur sýnt frábæra frammistöðu undanfarin ár í Grindavík og verður einstaklega gaman að sjá hann á Samsungvelli næstu árin!" segir í tilkynningu Stjörnunnar. Aron Dagur skrifar undir þriggja ára samning í Garðabænum.
Aron Dagur er 25 ára og er uppalinn í KA. Hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki tímabilið 2017 með KA, lék á láni með Völsungi 2018, varði mark KA í samtals 17 deildarleikjum tímabilin 2019-2020 og fór svo til Grindavíkur þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður síðustu fjögur tímabilin.
„Ég hafði mikinn áhuga að ganga til liðs við Stjörnuna eftir að hafa horft á þá spila einn flottasta fótbolta á landinu undanfarin ár. Ég er að koma inn í flottustu aðstöðu á landinu með flottustu þjálfara landsins og tel að ég eigi eftir að bæta mig helling hérna. Ég er alltaf spenntur á að takast á við ný verkefni og sérstaklega svona krefjandi verkefni þar sem það er búist við miklu af liði eins og Stjörnunni. Áfram Stjarnan!” segir Aron Dagur um félagaskiptin.
Árni Snær Ólafsson er aðalmarkvörður Stjörnunnar en Martin Rosenörn, sem veitti Árna samkeppni í sumar, yfirgaf félagið fyrir rúmum mánuði síðan.
Athugasemdir