Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Víkings, er eftirsóttur þessa stundina af félögum erlendis frá.
Það þykir ólíklegt að Gísli verði áfram leikmaður Víkinga næsta sumar.
Það þykir ólíklegt að Gísli verði áfram leikmaður Víkinga næsta sumar.
„Það kæmi mér verulega á óvart ef Gotti verður hér áfram miðað við áhugann á honum," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.
Einnig er möguleiki á því að leikmenn eins og Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric fari í atvinnumennsku. Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, var spurður út í áhugann á leikmönnum Víkings í útvarpsþættinum sem var birtur í dag.
„Auðvitað reiknum við með því að einhverjir af þeim verði seldir. Þetta eru strákar á besta aldri. Það eru allar líkur á því að einhverjir af þeim verði pikkaðir upp. Þeir eru allir búnir að standa sig frábærlega. Mér myndi finnast það skrítið ef það kæmu engin tilboð í þá," sagði Kári.
Gísli Gottskálk blómstraði í sumar og var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar af Fótbolta.net.
Hægt er að hlusta á báða þættina í spilurunum hér fyrir neðan.
Athugasemdir