Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mér myndi finnast það skrítið ef það kæmu engin tilboð í þá"
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Víkings, er eftirsóttur þessa stundina af félögum erlendis frá.

Það þykir ólíklegt að Gísli verði áfram leikmaður Víkinga næsta sumar.

„Það kæmi mér verulega á óvart ef Gotti verður hér áfram miðað við áhugann á honum," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Einnig er möguleiki á því að leikmenn eins og Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric fari í atvinnumennsku. Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, var spurður út í áhugann á leikmönnum Víkings í útvarpsþættinum sem var birtur í dag.

„Auðvitað reiknum við með því að einhverjir af þeim verði seldir. Þetta eru strákar á besta aldri. Það eru allar líkur á því að einhverjir af þeim verði pikkaðir upp. Þeir eru allir búnir að standa sig frábærlega. Mér myndi finnast það skrítið ef það kæmu engin tilboð í þá," sagði Kári.

Gísli Gottskálk blómstraði í sumar og var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar af Fótbolta.net.

Hægt er að hlusta á báða þættina í spilurunum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner