Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. október 2024 12:30
Innkastið
Efnilegastur 2024 - Yfirsýn, mótor og þvílíkur leikskilningur
Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu var Besta deildin 2024 gerð upp. Gísli Gottskálk Þórðarson er efnilegasti leikmaðurinn að mati Fótbolta.net.

Hann kom af miklum krafti inn í Víkingsliðið eftir að Pablo Punyed meiddist. Hjálpaði Víkingum að halda dampi og sýndi gæði sín ítrekað. Þakið er hátt hjá þessum tvítuga leikmanni.

„Þessi gæi er ekki eðlilega góður," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu og Sæbjörn Steinke tók undir.

„Það eru einhverjar sögur um að Rosenborg hafi áhuga á honum og skiljanlega. Yfirsýnin sem hann hefur, mótorinn inni á miðjunni og leikskilningurinn er þvílíkur."

Það er ekki bara í Bestu deildinni sem Gísli hefur sannað sig. Hann var algjörlega frábær í Evrópuleiknum gegn Cercle Brugge á dögunum og atvinnumennskan hlýtur að vera handan við hornið.

Gísli lék alls 24 leiki og skoraði tvö mörk í Bestu deildinni í sumar en Víkingur hafnaði í öðru sæti.

Sjá einnig:
Eggert Aron Guðmundsson efnilegastur 2023
Kristall Máni Ingason efnilegastur 2022
Sævar Atli Magnússon efnilegastur 2021
Valgeir Lunddal efnilegastur 2020
Finnur Tómas Pálmason efnilegastur 2019
Willum Þór Willumsson efnilegastur 2018
Alex Þór Hauksson efnilegastur 2017
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Innkastið - Grimmir Blikar verðskuldaðir meistarar
Athugasemdir
banner
banner
banner