Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 08. desember 2018 13:11
Ívan Guðjón Baldursson
Bose-mótið: KR vann Breiðablik í vítaspyrnukeppni
Bose-móts meistarar KR 2018.
Bose-móts meistarar KR 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson hampar sigurlaununum frá Bose.
Óskar Örn Hauksson hampar sigurlaununum frá Bose.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómararnir fengu viðurkenningu frá Bose.
Dómararnir fengu viðurkenningu frá Bose.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 2 KR (10-11 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Aron Bjarnason ('39)
2-0 Willum Þór Willumsson ('48)
2-1 Aron Bjarki Jósepsson ('74)
2-2 Björgvin Stefánsson ('48)

Úrslitaleikur Bose mótsins fór fram í Fífunni í Kópavogi í dag. Þar mættust Breiðablik og KR í spennandi leik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Theodór Elmar Bjarnason íhugar enn að koma heim úr atvinnumennsku og spilaði sinn annan leik með KR í mótinu og þá lék Oliver Sigurjónsson leikmaður Bodö/Glimt með Breiðabliki.

Aron Bjarnason kom Breiðabliki yfir í lok fyrri hálfleiksins eftir hraða sókn Blika en hann lét þá vaða á markið rétt fyrir utan vítateig og beint upp í samskeytin, óverjandi fyrir Beiti Ólafsson í marki KR.

Willum Þór Willumsson bætti svo öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks með skalla og staðan orðin 2-0 fyrir Blika sem höfðu titil að verja því þeir unnu einmitt þetta sama mót í fyrra.

Miðvörðurinn Aron Bjarki Jósepsson kom inná í hálfleik í liði KR og hann minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var eftir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu, beint í samskeytin.

Björgvin Stefánsson jafnaði svo metin fyrir KR fjórum mínútum síðar en ljóst að um úrslitaleik var að ræða svo það varð að skora meira svo úrslitin myndu ekki þurfa að ráðast í vítaspyrnukeppni.

Það tókst ekki svo næst var farið í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin:
2-3 Pálmi Rafn Pálmason
3-3 Willum Þór Willumsson
3-4 Aron Bjarki Jósepsson
4-4 Damir Muminovic
4-5 Björgvin Stefánsson
5-5 Brynjólfur Darri Willumsson
5-6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6-6 Andri Fannar Baldurssson
6-7 Theódór Elmar Bjarnason
7-7 Jonathan Hendrickx
7-8 Pablo Punyed
8-8 Viktor Örn Margeirsson
8-9 Hjalti Sigurðsson
9-9 Þórir Guðjónsson
9-9 Stefán Árni Geirsson (Hlynur varði frá honum)
9-9 Aron Kári Aðalsteinsson (Beitir varði frá honum)
9-10 Finnur Tómas Pálmason
10-10 Davíð Ingvarsson
10-11 Ástbjörn Þórðarson
10-11 Benedikt Waren (Beitir varði frá honum)
Athugasemdir
banner
banner
banner