„Ray er auðvitað toppmaður og hann vildi byggja liðið í kringum mig. Ég náði aldrei að skilja þeirra plan, hvað þeir ætluðu að gera.“
Þróttur festi í síðustu viku kaup á Adam Árna Róbertssyni frá Grindavík. Adam er 26 ára og kemur til Þróttar eftir að hafa skorað fjórtán mörk í Lengjudeildinni með Grindavík á síðasta tímbili. Adam segir að betur hefði mátt standa að málunum og telur að Grindavík hafi ekki sýnt honum skilning.
Fótbolti.net ræddi við Adam Árna um viðskilnaðinn við Grindavík fyrr í dag.
Fótbolti.net ræddi við Adam Árna um viðskilnaðinn við Grindavík fyrr í dag.
Þróttur var lið sem ég var búinn að hugsa að væri gott „fit“ fyrir mig. Við töluðum saman, vorum á sömu blaðsíðu og vorum mjög spenntir fyrir samstarfinu. Svo var Grindavík búið að setja einhvern verðmiða á mig og það tók tíma að mýkja þá upp. Ég veit ekkert hvað þetta voru háar tölur en í fyrstu var þetta að mér skilst fullmikið.
„Mér leið alltaf eins og þeir vildu fá eins mikið og þeir gætu fyrir mig. Ég er á síðasta ári á samningi og mér finnst smá ósanngjarnt miðað við allt sem ég er búinn að gera fyrir þá hvernig staðið var að hlutunum. Aðstaðan sem mér var boðið upp á þarna var ekki góð og svo ráku þeir Halla (Harald Árna Hróðmarsson), þegar tveir leikir voru eftir sem mér fannst galið.
Ég hélt að það yrði miklu minna mál að losna, en það var ekki séns. Síðan í síðustu viku fóru þeir í einhvern leik að reyna bjóða mig upp og segja að ég vildi bara fara í Bestu deildina. Ég sagði að ég vildi bara fara í betra lið. Miðað við hvar Grindavík endaði í deildinni þá voru flest lið í Lengjudeildinni betri. Ég skil ekki hvaðan þetta kom, líklegast þeir að reyna veiða stærra tilboð á borðið.“
Þar vitnar Adam í viðtal við Sigurð Óla Þorleifsson, formann fótboltadeildar Grindavíkur, sem Fótbolti.net tók í síðustu viku.
„Ég er mikill Lengjudeildarmaður, þetta er skemmtilegasta deildin. Auðvitað voru einhverjar þreifingar, mörg lið sem höfðu samband, þó svo að engin tilboð bárust. Hugmyndirnar sem Grindavík var með voru galnar. Þegar mínir menn hleruðu hvað þeir vildu fá, kom í ljós að þetta voru bara tölur sem fældu frá. Það var enginn að fara kaupa mig á þennan pening.“
„Ég hefði viljað að þetta hafi endað betur, ég get alveg viðurkennt það. En það var of mikið búið að gerast held ég. Þetta þurfti að fara svona. Þess vegna ákvað ég að sýna engan vilja um að halda áfram með að mæta á æfingar og tók mér frí. Ég gat ekki verið að mæta á æfingar og verið að rífast við einhvern á sama tíma, það er ekki gott fyrir neinn.“
Skilur ekki framtíðarstefnu Grindavíkur
Að sögn Adams bauð Grindavík honum samning. Ray Anthony Jónsson, nýr þjálfari liðsins, vildi byggja liðið í kringum Adam en hann segir ekki skilja framtíðarstefnu félagsins.
„Ray er auðvitað toppmaður og hann vildi byggja liðið í kringum mig. Ég náði aldrei að skilja þeirra plan, hvað þeir ætluðu að gera. Þeir ætluðu að byggja þetta á ungum strákum í bland við einhverja reynslu. Síðan fá þeir Damir inn, hann er ekki að fara vera þarna í fjögur ár í viðbót. Mér finnst eins og það sé verið að setja plástur á þetta í staðinn fyrir annað.“
„Ég sem auðvitað við liðið fyrir eldgosin, ég samdi ekki á þessum forsendum. Ég samdi um frábæra aðstöðu í Grindavík, auðvitað er það ekkert þeim að kenna, en mér fannst skilningurinn á minni stöðu vera lítill,“ sagði Adam að lokum.
Athugasemdir




