Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó hissa á ÍBV og Láka: Kaupi ekki alveg að þetta sé ástæðan
Láki Árna.
Láki Árna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó.
Óli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, margfaldur Íslandsmeistari sem þjálfari, var gestur í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark og ræddi þar um stóru tíðindi síðustu viku en þá sagði Þorlákur Árnason upp störfum. Láki, sem hafði framlengt við ÍBV í haust, sagði að ástæðan væri sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði liðsins, hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri fótboltadeildarinnar.

Óli var spurður út í tíðindin, hvort hann myndi sætta sig við það að leikmaður í hans liði yrði gerður að framkvæmdastjóra.

„Þessi frétt kemur mjög á óvart, ég er mjög hissa á henni. Ég er líka hissa á Láka og ÍBV. Ég hélt að svona mál væri hægt að leysa, ég held að það hljóti að vera. Láki náði stórkostlegum árangri á tímabilinu og ég vil meina að hann hafi verið einn af þjálfurum ársins á Íslandi."

„Ég er mjög hissa á Vestmanneyingunum að láta svona litla þúfu valda því að hann hætti og ég er líka hissa á honum. Ég kaupi það ekki alveg að þetta sé ástæðan, ég held það hljóti að vera eitthvað meira sem býr að baki, ég trúi ekki öðru."

„Mér fannst best þegar ég var bara í sambandi við einn yfirmann, ef þú vildir gera eitthvað þá þurftir þú bara að tala við einn mann, engan annan, og hann græjaði bara hlutina og ekkert vesen með það. En auðvitað má það ekki vera leikmaður, ég er sammála því. En Láki hlýtur að hafa getað talað við formanninn, það hlýtur að hafa verið einhver lausn, ég trúi ekki öðru,"
segir Óli.

Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir
banner