Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 08. desember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að Salah verði í hópnum á morgun
Mynd: EPA
Mo Salah er mættur á æfingu Liverpool eftir viðtalið sem hann veitti á laugardagskvöld. Þar ræddi hann um bekkjarsetu sína og lét óánægju sína í ljós.

Þrátt fyrir að Salah hafi mætt á æfingu er ekki búist við því að hann fari með Liverpool til Mílanó en Liverpool mætir Inter í Meistaradeildinni á morgun.

David Ornstein segir frá þessu á The Athletic. Hann segir að hann það væri til að undirstrika stuðning við stjórann Arne Slot en sé ekki litið á sem refsingu fyrir Salah, frekar rökrétta ákvörðun eftir ummæli hans. Ornstein segir að Liverpool vilji ekki missa Salah.

Salah virkaði í góðum gír á æfingunni og fór sérstaklega vel á milli hans og Dominik Szoboszlai.


Athugasemdir
banner
banner