PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mán 08. desember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Salah: Liverpool gaf mér mörg loforð síðasta sumar
Mynd: Liverpool
Mohamed Salah fór víðan völl í viðtali eftir 3-3 jafntefli hjá Liverpool á útivelli gegn Leeds United um helgina.

Salah var ónotaður varamaður og tók ekki vel í það. Hann lét allt flakka að leikslokum þar sem hann talaði bæði um Arne Slot þjálfara og Liverpool sem fótboltafélag.

   06.12.2025 21:28
Salah hraunar yfir Liverpool og Slot - „Hent undir rútuna"


Hann nefndi einnig brostin loforð í viðtalinu í Leeds en það var mikil umræða um að Salah hefði getað yfirgefið Liverpool á frjálsri sölu síðasta sumar. Egyptinn samþykkti að lokum samningstilboð frá Englandsmeisturunum og er núna skuldbundinn félaginu til sumarsins 2027.

„Það er mjög augljóst að einhver vill gera mig að blóraböggli. Félagið gaf mér mörg loforð síðasta sumar en núna hef ég byrjað á bekknum síðustu þrjá leiki í röð. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég stend við mín loforð," sagði Salah meðal annars í beinni útsendingu.

Liverpool er með 23 stig eftir 15 umferðir í ensku úrvalsdeildinni, tíu stigum á eftir toppliði Arsenal.

   07.12.2025 07:30
Salah um Slot: Einhver sem vill ekki hafa mig hérna

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner