Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. janúar 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Forsetinn biðst afsökunar á „klaufalegum ummælum“ um Zidane
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands og Noel le Graet, forseti franska sambandsins.
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands og Noel le Graet, forseti franska sambandsins.
Mynd: EPA
Noel le Graet, forseti franska fótboltasambandsins, hefur beðist afsökunar á „klaufalegum ummælum“ um Zinedine Zidane og áhuga hans á að taka við franska landsliðinu.

Le Graet, sem er 81 árs, sagði í viðtali að hann myndi ekki einu sinni svara símanum ef Zidane myndi hringja. Didier Deschamps skrifaði um helgina undir nýjan samning við franska sambandið til 2026.

„Ég hefði ekki einu sinni svarað símtalinu. TIl að segja hvað? 'Sæll, ekki hafa áhyggjur, leitaðu annað ég var að gera nýjan samning við Dider'," sagði Le Graet í viðtalinu.

Hann sagðist ekki hafa nokkurn áhuga á því hvað Zidane ætli sér að gera, það hafi alltaf verið fyrsti kostur að halda Deschamps.

Le Graet segist sjá eftir því að hafa farið í viðtalið því spyrillinn hafi verið að leita að ágreiningi milli Deschamps og Zidane.

„Ég viðurkenni að ummæli mín voru kjánaleg og ollu misskilningi," segir Le Graet.

Kylian Mbappe, skærasta stjarna franska landsliðsins, eru meðal þeirra sem lýstu yfir óánægju með ummæli Le Graet. Hann segir ummælin hafa verið ósmekkleg óvirðing við eina helstu goðsögn franska fótboltans.

Franski íþróttamálaráðherrann Amelie Oudea-Castera fór fram á afsökunarbeiðni frá Le Graet. Zidane varð heimsmeistari með Deschamps 1998.
Athugasemdir
banner
banner