Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
banner
   fim 09. janúar 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Potter: Eins og jól fyrir fullorðna!
Hinn 49 ára gamli Graham Potter hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning sem stjóri West Ham. Hann tekur við af Julen Lopetegui sem var rekinn í gær, eftir sex mánuði við stjórnvölinn.

„Ég er afskaplega spenntur. Ég er mjög stoltur af þessum degi, að vera ráðinn stjóri hjá þessu magnaða félagi. Það er mikil hefð, mikil saga, miklar væntingar, mikil áskorun. Ég er svo spenntur. Þetta eru eins og jól fyrir fullorðna. Ég gat varla sofið fyrir spennu," sagði Potter á fréttamannafundi í morgun.

„Ég er kominn úr góðu fríi, þetta voru 20 mánuðir. Ég spjallaði við ýmsa stjórnarmenn, eigendur, en taldi mikilvægt að ég tæki réttu ákvörðunina á réttum tíma. Þegar ég talaði við félagið fannst mér við passa vel saman."

„Ég tel að ég sé heppinn einstaklingur og er þakklátur fyrir a ðvera hér. Það voru allir komnir með leið á því að ég var orðaður við öll þessi störf! Nú er ég kominn hingað og ég hef fengið góðar móttökur frá stuðningsmönnum."

Potter, sem var síðast hjá Chelsea áður en hann var rekinn í apríl 2023, tekur við West Ham í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er bara með sex sigra og er sjö stigum frá fallsvæðinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner