Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   fös 09. febrúar 2024 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Fornals skoraði sitt fyrsta mark í útisigri Betis
Cadiz 0 - 2 Betis
0-1 Willian Jose ('6 )
0-2 Pablo Fornals ('46 )

Real Betis er komið upp í 6. sæti La Liga á Spáni eftir góðan 2-0 útisigur á Cadiz í kvöld.

Gestirnir gátu ekki beðið um betri byrjun. Brasilíski sóknarmaðurinn Willian Jose skoraði með fallegu skoti úr teignum á 6. mínútu og þá var Nabil Fekir hársbreidd frá því að tvöfalda forystuna um miðjan fyrri hálfleikinn, en Cristian Ledesma varði frábærlega.

Pablo Fornals var að byrja sinn fyrsta leik með Betis frá því hann kom frá West Ham undir lok gluggans og hélt hann upp á það með marki í byrjun síðari hálfleiks.

Cadiz varð betra þegar leið á leikinn en greinilega enn fast í hausnum á þeim að liðið hafi ekki skorað mark í fimmm af síðustu sex leikjum sínum.

Markið kom ekki hjá þeim í kvöld og eru nú sjö klukkustundir liðnar frá síðasta marki. Betis var á meðan að ná í annan útisigur sinn í síðustu ellefu leikjum sínum.

Betis er í 6. sæti með 38 stig en Cadiz í 18. sæti með 17 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner