Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 09. mars 2023 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir æfir í Noregi í aðdraganda landsleikja
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjallað er um það á norska miðlinum Dagsavisen að Birkir Bjarnason hefði æft með Viking á þriðjudag. Viking er félagið þar sem Birkir hóf sinn meistaraflokksferil. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fékk Birkir frí í nokkra daga til að heimsækja fjölskyldu sína.

Hann er samningsbundinn tyrkneska félaginu Adana Demirspor út tímabilið. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það heimsótti Umraniyespor í lok síðasta mánaðar. Næsti leikur Adana er gegn Trabzonspor á sunnudag.

Þann sjötta febrúar reið yfir mjög kröftugur jarðskjálfti á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Fjöldi fólks lét lífið og var tímabilinu í Tyrklandi slegið á frest í þrjár vikur. Tvö félög í efstu deild, Hatayspor og Gaziantep, drógu lið sín úr keppni. Borgin Adana fór afar illa úr skjálftanum. Sophie Gordon, kærasta Birkis, yfirgaf í kjölfarið borgina og landið og óskaði hún sér að Birkir gæti farið með sér.

Næsta miðvikudag verður landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Bosníu/Hersegóvínu og Liechtenstein opinberaður. Miðjumaðurin á að baki 113 landsleiki og hefur verið í öllum hópum í tíð landsliðsþjálfarans Arnars Þórs Viðarsonar þegar um alþjóðlega leikdaga hefur verið að ræða.
Athugasemdir
banner
banner
banner