Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   þri 09. apríl 2024 15:42
Elvar Geir Magnússon
The Sun rifjar upp frétt um Sean Dyche legghlífar leikmanns HK
Nunn í leiknum gegn KA.
Nunn í leiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Enski sóknarmaðurinn George Nunn fékk leikheimild með HK nýlega og lék með liðinu í 1-1 jafnteflinu gegn KA í vetrarveðrinu fyrir norðan á sunnudaginn.

Nunn þótti mikið efni þegar hann var táningur í akademíu Chelsea sem borgaði 300 þúsund pund fyrir hann frá Crewe á sínum tíma. The Sun fjallar um skipti hans til Íslands.

Blaðið rifjar það upp þegar Nunn komst í fréttirnar fyrir að klæðast legghlífum með mynd af Sean Dyche, núverandi stjóra Everton.

Ástæðan fyrir því að Nunn var með mynd af Dyche er sú að pabbi hans er tvífari stjórans.

„Pabbi minn var aldrei mikið fyrir fótbolta en hann lítur út eins og Sean Dyche, sem varð að langsóttum brandara okkar á milli," sagði Nunn í viðtali árið 2018.

Ekki er vitað hvort Nunn hafi verið í Dyche legghlífunum þegar hann lék gegn KA.
Mynd: The Sun

Athugasemdir
banner
banner
banner