Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 09. júní 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag staddur í Portúgal - Man Utd reynir að stela Nunez
Þessa stundina er mikið rætt og ritað um framherjann Darwin Nunez sem leikur með Benfica í Portúgal.

Fréttir hafa verið um það síðustu daga að Nunez sé efstur á óskalista Liverpool fyrir sumarið. Í dag var sagt frá því að Nunez væri búinn að ná samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör. Hann er sagður mjög spenntur fyrir því að spila fyrir Liverpool.

En Manchester United er ekki búið að gefast upp í baráttunni um þennan 22 ára gamla sóknarmann.

Samkvæmt portúglalska fjölmiðlamanninum Pedro Sepúlveda þá fundaði Erik ten Hag, nýráðinn stjóri Man Utd, með Jorge Mendes, umboðsmanni Nunez, í Portúgal í dag.

Það verður ansi erfitt fyrir Ten Hag að sannfæra Nunez að velja Man Utd yfir Liverpool þar sem leikmaðurinn vill spila í Meistaradeildinni. United verður í Evrópudeildinni á næsta tímabili eftir að hafa endað í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Benfica ætlar að fá um 85 milljónir punda fyrir Nunez sem átti frábært tímabil í Portúgal; hann skoraði 34 mörk og lagði upp fjögur.


Athugasemdir
banner
banner