Þessa stundina er mikið rætt og ritað um framherjann Darwin Nunez sem leikur með Benfica í Portúgal.
Fréttir hafa verið um það síðustu daga að Nunez sé efstur á óskalista Liverpool fyrir sumarið. Í dag var sagt frá því að Nunez væri búinn að ná samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör. Hann er sagður mjög spenntur fyrir því að spila fyrir Liverpool.
En Manchester United er ekki búið að gefast upp í baráttunni um þennan 22 ára gamla sóknarmann.
Samkvæmt portúglalska fjölmiðlamanninum Pedro Sepúlveda þá fundaði Erik ten Hag, nýráðinn stjóri Man Utd, með Jorge Mendes, umboðsmanni Nunez, í Portúgal í dag.
Það verður ansi erfitt fyrir Ten Hag að sannfæra Nunez að velja Man Utd yfir Liverpool þar sem leikmaðurinn vill spila í Meistaradeildinni. United verður í Evrópudeildinni á næsta tímabili eftir að hafa endað í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Benfica ætlar að fá um 85 milljónir punda fyrir Nunez sem átti frábært tímabil í Portúgal; hann skoraði 34 mörk og lagði upp fjögur.
❗️Jorge Mendes is having a meeting with Ten Hag in Portugal. @ManUtd is trying to steal @Darwinn99 from @LFC . Darwin Núñez wants to play @ChampionsLeague . Next hours will be decisive.
— Pedro Sepúlveda (@pedromsepulveda) June 9, 2022
🔴 Liverpool's offer:
💰 100 million euros to @SLBenfica
✍🏼 5 years contract https://t.co/l769E919jP pic.twitter.com/ipr2PKgQ6R
Athugasemdir