Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 09. júní 2022 09:23
Elvar Geir Magnússon
The Athletic fjallar um mál Gylfa - Fartölvan tekin af honum
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið undir rannsókn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus gegn tryggingu en í farbanni frá Englandi þar til 16. júlí.

Fimm sinnum hefur verið gerð framlenging á þessu fyrirkomulagi síðan hann var handtekinn í júlí í fyrra.

The Athletic fjallar um mál Gylfa í dag en Vísir greinir frá.

Vegna breskra laga er Gylfi ekki nafngreindur í greininni en næstum ár er liðið síðan hann var handtekinn og ekki er enn ljóst hvort ákæra á hendur honum verði gefin út.

Í greininni, sem Daniel Taylor verðlaunablaðamaður skrifar, segir að Gylfi hafi verið fluttur í svokallað öryggishús eftir að lögreglan handtók hann og að fartölvan hafi verið tekin af honum.

Þá er minnst á að sögusagnir séu uppi um að límt hafi verið fyrir alla þakgluggana þar sem Gylfi Þór dvelur nú í London. Ku það hafa verið gert til að ekki sé hægt að taka myndir í gegnum gluggana.
Athugasemdir
banner
banner