Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   þri 09. júlí 2024 09:13
Elvar Geir Magnússon
Deschamps: Horfið á eitthvað annað ef ykkur finnst við leiðinlegir
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Í kvöld mætast Frakkland og Spánn í undanúrslitum Evrópumótsins. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, segir að þeim sem þyki leikstíll franska liðsins leiðinlegur geti horft á eitthvað annað en leik kvöldsins.

Frakkar hafa verið gagnrýndir fyrir lágt skemmtanagildi á mótinu og Chris Sutton sagði að hann myndi draga gluggatjöldin fyrir heima hjá sér ef franska liðið væri að spila fótbolta í garðinum.

Frakkar eru komnir alla þessa leið á mótinu án þess að nokkur leikmaður liðsins hafi skorað úr opnum leik. Tvö sjálfsmörk og mark Kylian Mbappe úr vítaspyrnu hafa komið liðinu í undanúrslitin.

Á fréttamannafundi í gær var Deschamps spurður út í gagnrýni á 'leiðinlegan fótbolta'.

„Ef þér leiðist, horfðu á eitthvað annað. Þú þarft ekkert að horfa á okkur. Það er í fínu lagi," svaraði Deschamps

„Þetta er kannski ekki eins og þetta var áður fyrr en við köllum fram tilfinningar og gerum fjölda fólks í Frakklandi ánægt með úrslitin okkar. Sérstaklega eftir erfiðan tíma í landinu okkar“

Meðan franska liðið hefur verið með takmarkað skemmtanagildi hefur það spænska leikið við hvurn sinn fingur. Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar segir að þegar allt sé tekið saman sé þetta þó á endanum úrslitabransi og hann tekur ekki undir það að franska liðið spili leiðinlegan fótbolta.
EM hringborðið - Undanúrslitin hefjast í kvöld
Athugasemdir
banner
banner