Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   þri 09. júlí 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Var í stúkunni í síðasta glugga - „Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir"
Icelandair
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Ég er búin að spila núna tvo leiki í Svíþjóð og ég er bara mjög ánægð að vera komin til baka," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Fótbolta.net í dag.

Bryndís Arna er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa glímt leiðinleg meiðsli síðustu mánuði.

Hún missti af síðasta landsliðsverkefni en hún viðbeinsbrotnaði í fyrstu umferð sænsku deildarinnar þann 14. apríl. Hún sneri aftur í lok júní. Bryndís var fyrir meiðslin búin að spila stórt hlutverk með landsliðinu í fyrstu leikjum ársins. Hún fór frá Val til Växjö eftir síðasta tímabil.

„Það var erfitt," segir Bryndís um hvernig það var að horfa á síðasta verkefni utan frá. „Þetta voru mjög mikilvægir leikir og ég vildi vera með, en ég kom í stúkuna í leiknum hér heima og var að styðja liðið þaðan."

„Það var erfitt að vera mikið einn eftir aðgerð en mamma og pabbi komu út og hjálpuðu mér. Það var mjög þægilegt. Svo voru allir í félaginu tilbúin að hjálpa mér. Endurhæfingin gekk vel. Það var gríðarlega svekkjandi að þetta gerðist í fyrsta leik í deildinni, en þetta gekk vel og ég er komin til baka. Núna er full einbeiting á að klifra upp töfluna og skora nokkur mörk."

Bryndís kann vel við lífið í atvinnumennskunni og hún er núna spennt að takast á við komandi landsliðsverkefni. Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar. Það er gaman að vera í kringum þennan góða hóp," segir Bryndís.

„Það vita allir mikilvægi þessa verkefni og að geta tryggt þetta á heimavelli á föstudaginn væri mjög sterkt. Við erum allar mjög tilbúnar og mótíveraðar að gera það," sagði Bryndís.
Athugasemdir
banner
banner
banner