Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   þri 09. júlí 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Var í stúkunni í síðasta glugga - „Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir"
Icelandair
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Ég er búin að spila núna tvo leiki í Svíþjóð og ég er bara mjög ánægð að vera komin til baka," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Fótbolta.net í dag.

Bryndís Arna er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa glímt leiðinleg meiðsli síðustu mánuði.

Hún missti af síðasta landsliðsverkefni en hún viðbeinsbrotnaði í fyrstu umferð sænsku deildarinnar þann 14. apríl. Hún sneri aftur í lok júní. Bryndís var fyrir meiðslin búin að spila stórt hlutverk með landsliðinu í fyrstu leikjum ársins. Hún fór frá Val til Växjö eftir síðasta tímabil.

„Það var erfitt," segir Bryndís um hvernig það var að horfa á síðasta verkefni utan frá. „Þetta voru mjög mikilvægir leikir og ég vildi vera með, en ég kom í stúkuna í leiknum hér heima og var að styðja liðið þaðan."

„Það var erfitt að vera mikið einn eftir aðgerð en mamma og pabbi komu út og hjálpuðu mér. Það var mjög þægilegt. Svo voru allir í félaginu tilbúin að hjálpa mér. Endurhæfingin gekk vel. Það var gríðarlega svekkjandi að þetta gerðist í fyrsta leik í deildinni, en þetta gekk vel og ég er komin til baka. Núna er full einbeiting á að klifra upp töfluna og skora nokkur mörk."

Bryndís kann vel við lífið í atvinnumennskunni og hún er núna spennt að takast á við komandi landsliðsverkefni. Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar. Það er gaman að vera í kringum þennan góða hóp," segir Bryndís.

„Það vita allir mikilvægi þessa verkefni og að geta tryggt þetta á heimavelli á föstudaginn væri mjög sterkt. Við erum allar mjög tilbúnar og mótíveraðar að gera það," sagði Bryndís.
Athugasemdir
banner
banner
banner