Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 09. júlí 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Var í stúkunni í síðasta glugga - „Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir"
Icelandair
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Bryndís Arna á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Frá æfingu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög góð tilfinning. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Ég er búin að spila núna tvo leiki í Svíþjóð og ég er bara mjög ánægð að vera komin til baka," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Fótbolta.net í dag.

Bryndís Arna er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa glímt leiðinleg meiðsli síðustu mánuði.

Hún missti af síðasta landsliðsverkefni en hún viðbeinsbrotnaði í fyrstu umferð sænsku deildarinnar þann 14. apríl. Hún sneri aftur í lok júní. Bryndís var fyrir meiðslin búin að spila stórt hlutverk með landsliðinu í fyrstu leikjum ársins. Hún fór frá Val til Växjö eftir síðasta tímabil.

„Það var erfitt," segir Bryndís um hvernig það var að horfa á síðasta verkefni utan frá. „Þetta voru mjög mikilvægir leikir og ég vildi vera með, en ég kom í stúkuna í leiknum hér heima og var að styðja liðið þaðan."

„Það var erfitt að vera mikið einn eftir aðgerð en mamma og pabbi komu út og hjálpuðu mér. Það var mjög þægilegt. Svo voru allir í félaginu tilbúin að hjálpa mér. Endurhæfingin gekk vel. Það var gríðarlega svekkjandi að þetta gerðist í fyrsta leik í deildinni, en þetta gekk vel og ég er komin til baka. Núna er full einbeiting á að klifra upp töfluna og skora nokkur mörk."

Bryndís kann vel við lífið í atvinnumennskunni og hún er núna spennt að takast á við komandi landsliðsverkefni. Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

„Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar. Það er gaman að vera í kringum þennan góða hóp," segir Bryndís.

„Það vita allir mikilvægi þessa verkefni og að geta tryggt þetta á heimavelli á föstudaginn væri mjög sterkt. Við erum allar mjög tilbúnar og mótíveraðar að gera það," sagði Bryndís.
Athugasemdir
banner