Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmundur Andri heim í KR (Staðfest) - Fimm ára samningur
Mynd: KR
Mynd: Raggi Óla
KR hefur gengið frá kaupum á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Hann kemur frá Val og skrifar undir fimm ára samning í Vesturbænum.

KR tilkynnti um komu Andra til félagsins í færslu á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem skrifar undir hjá KR í þessari viku en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera fæddir árið 1999, eru uppaldir í KR og hafa allir skrifað undir fimm ára samning. Hinir tveir eru þeir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson.

Andri er uppalinn KR-ingur og lék síðast með liðinu tímabilið 2017. Hann var keyptur til norska félagsins Start fyrir tímabilið 2018 og lék svo á láni með Víkingi tímabilið 2019. Valur keypti hann svo vorið 2021 frá Start og skrifaði hann þá undir þriggja ára samning á Hlíðarenda.

Hann náði ekki að standast allar væntingar þar og var í sumar orðaður við Víking, FH og KR. Hann hefur ákveðið að halda aftur heim í Vesturbæinn.

Andri er 24 ára gamall sóknarmaður sem skoraði tíu mörk á þremur tímabilum með Val. Á sínum tíma lék Andri 33 leiki fyrir yngri landsliðin.

Tilkynning KR
Allir snúa þeir aftur ...
Enn bætast uppaldir KR-ingar í hópinn. Guðmundur Andri Tryggvason (1999) hefur skrifað undir 5 ára samning við KR.

Það gleður okkur mjög að fá Guðmund Andra aftur heim í Frostaskjólið og hlökkum við til að sjá hann blómstra í svart-hvítu treyjunni á ný. Vertu innilega velkominn heim Guðmundur Andri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner