Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 09. október 2020 15:26
Elvar Geir Magnússon
Gonzalo Zamorano frá í tvo mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gonzalo Zamorano, sóknarleikmaður Víkings í Ólafsvík, meiddist í tapleik liðsins gegn Leikni áður en fótboltanum var frestað.

Hann verður frá í tvo mánuði vegna þessara meiðsla. Í fyrstu var greint frá því að hann þyrfti að fara í aðgerð en svo er ekki.

Hann verður samt sem áður ekki tiltækur hjá Ólsurum þegar og ef Íslandsmótið fer aftur af stað.

Zamorano er 25 ára og kom til Ólafsvíkurliðsins frá ÍA. Hann hefur skorað ellefu mörk í tuttugu leikjum í Lengjudeildinni í sumar og verið algjör lykilmaður.

Víkingur Ólafsvík er í níunda sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner