Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 16:00
Kári Snorrason
Fór frá KR í vetur og nú kominn til meistaranna: Sá ekki fram á mikil tækifæri hjá KR
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björgvin Brimi Andrésson skrifaði undir hjá Víking í gærdag en hann gekk til liðs við Íslandsmeistarana frá Gróttu. 

Björgvin Brimi var í Gróttu fram í 4. flokk, skipti til KR fyrir tímabilið 2021 og sneri aftur í Gróttu fyrir tímabilið í ár. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í tveimur leikjum með KR í Bestu deildinni og einum leik í Lengjubikarnum í vetur. 

Hann segir ekki hafa séð fram á að fá mörg tækifæri með KR í ár og þess vegna hafi hann skipt aftur í uppeldisfélagið.


„Ég sá að ég var ekki að fara fá mikil tækifæri hjá KR, mig langaði að fá að spila meistaraflokksbolta. Ég hef spilað með Gróttu áður, þannig að þetta var mjög spennandi að fara þangað aftur,“  sagði Björgvin í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag.

Björgvin spilaði 20 leiki í 2. deildinni í sumar og skoraði í þeim átta mörk.

„Ég vil þakka Gróttu fyrir að gefa mér öll þessi tækifæri til að spila. Þeir eru mjög stór hluti af þessu skrefi.“ 

Viðtalið við Björgvin má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Athugasemdir
banner