Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 09. október 2025 11:56
Kári Snorrason
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Mynd: Víkingur

Björgvin Brimi Andrésson skrifaði undir samning við Íslandsmeistara Víkings út árið 2029 í gær en hann kom frá uppeldisfélagi sínu, Gróttu. Nýjasti leikmaður Víkings kom í viðtal hjá Fótbolta.net og ræddi vistaskiptin.


„Þetta er mjög spennandi, geggjað 'move' og gaman að spila fyrir besta klúbb á Íslandi. Það voru nokkur önnur lið (sem sýndu áhuga) í Bestu-deildinni. En Víkingar heilluðu mest. Það er ekki spurning ef Víkingur spyr þig um að koma þá væntanlega fer maður.“ 

Víkingur sýndi áhuga á Björgvini fyrr í sumar en Grótta neitaði tilboðinu. 

„Þegar Víkingur sýnir áhuga á manni þá veit maður að það er ekkert grín. Auðvitað vill maður fara.“ 

Bróðir Björgvins er Benóný Breki Andrésson, leikmaður Stockport í Englandi. Björgvin segir þá vera ólíka leikmenn, en þó báða með markanef.

„Ég er snöggur kantmaður sem vill taka leikmann á. Ég get spilað hægra og vinstra megin, hvar sem er. Hann (Benóný) er stór og vill fá hann í boxið. Ég vil fá hann meira í lappir og keyra á menn. En maður vill alltaf skora, þetta er í blóðinu.“ 

Viðtalið við Björgvin má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner