Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 09. október 2025 11:56
Kári Snorrason
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Mynd: Víkingur

Björgvin Brimi Andrésson skrifaði undir samning við Íslandsmeistara Víkings út árið 2029 í gær en hann kom frá uppeldisfélagi sínu, Gróttu. Nýjasti leikmaður Víkings kom í viðtal hjá Fótbolta.net og ræddi vistaskiptin.


„Þetta er mjög spennandi, geggjað 'move' og gaman að spila fyrir besta klúbb á Íslandi. Það voru nokkur önnur lið (sem sýndu áhuga) í Bestu-deildinni. En Víkingar heilluðu mest. Það er ekki spurning ef Víkingur spyr þig um að koma þá væntanlega fer maður.“ 

Víkingur sýndi áhuga á Björgvini fyrr í sumar en Grótta neitaði tilboðinu. 

„Þegar Víkingur sýnir áhuga á manni þá veit maður að það er ekkert grín. Auðvitað vill maður fara.“ 

Bróðir Björgvins er Benóný Breki Andrésson, leikmaður Stockport í Englandi. Björgvin segir þá vera ólíka leikmenn, en þó báða með markanef.

„Ég er snöggur kantmaður sem vill taka leikmann á. Ég get spilað hægra og vinstra megin, hvar sem er. Hann (Benóný) er stór og vill fá hann í boxið. Ég vil fá hann meira í lappir og keyra á menn. En maður vill alltaf skora, þetta er í blóðinu.“ 

Viðtalið við Björgvin má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner