Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besti leikmaður ársins á Íslandi verður áfram hjá Breiðabliki (Staðfest)
Skoraði 27 mörk í 25 deildarleikjum á árinu.
Skoraði 27 mörk í 25 deildarleikjum á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom til FHL síðasta vetur, var frábær í Lengjudeildinni og kláraði svo tímabilið með Breiðabliki í Bestu deildinni.
Kom til FHL síðasta vetur, var frábær í Lengjudeildinni og kláraði svo tímabilið með Breiðabliki í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjálpaði Breiðabliki að verða Íslandsmeistari.
Hjálpaði Breiðabliki að verða Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti í dag að Samantha Rose Smith muni taka slaginn áfram með Íslandsmeisturunum á næsta ári.

Samantha kom til Breiðabliks frá FHL á láni seinni hluta tímabilsins og kom frábærlega inn í lið Blika sem unnu sinn fyrsta Íslandsmeistarartitil síðan 2020.

Samantha er 23 ára bandarískur sóknarleikmaður. Hún kom til FHL, Í Lengjudeildina, síðasta vetur og hjálpaði FHL að komast upp í Bestu deildina í sumar. Eftir að FHL var orðið öruggt með sæti í Bestu deildinni fór hún á láni til Breiðabliks og skoraði níu mörk í sjö deildarleikjum á lokakaflanum.

Breiðablik tók 19 stig af 21 í þeim sjö leikjum. Samantha var valin besti leikmaður Lengjudeildarinnar og var heilt yfir besti leikmaður á Íslandi síðasta sumar.



Athugasemdir
banner
banner