15 landslið karla er á leið á mót á Englandi en undirbúningur er í fullum gangi.
Hluti af þeim undirbúningi var að fá sérstaka kennslu hvað varðar þjóðsöng okkar Íslendinga enda eru strákarnir að fara að spila sínu fyrstu landsleiki fyrir Ísland.
Kristjón Daðason frá skólahljómsveit Grafarvogs hitti liðið í vikunni og fór yfir gildi þjóðsöngva og sögu þeirra.
Hluti af þeim undirbúningi var að fá sérstaka kennslu hvað varðar þjóðsöng okkar Íslendinga enda eru strákarnir að fara að spila sínu fyrstu landsleiki fyrir Ísland.
Kristjón Daðason frá skólahljómsveit Grafarvogs hitti liðið í vikunni og fór yfir gildi þjóðsöngva og sögu þeirra.
„Hann kenndi strákunum hvernig gott er að beita sér við flutning Lofsöngs okkar Íslendinga. Mæltist þetta vel fyrir hjá strákunum sem eru nú tilbúnir í sitt fyrsta landsliðsverkefni!" segir á samfélagsmiðlum KSÍ.
Mótið sem er framundan er þróunarmót UEFA og fer fram á Englandi dagana 15.-20. desember og munu íslensku strákarnir mæta Spáni og Ítalíu, auk þess að spila við England.
Athugasemdir




