Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mið 10. febrúar 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Terry enn talinn líklegastur
Bournemouth, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra, er í stjóraleit og hefur verið að ræða við mögulega kosti í stöðuna.

Jonathan Woodgate tók við stöðunni til bráðabirgða eftir að Jason Tindall var rekinn og er einn af þeim sem koma til greina til frambúðar.

Undir stjórn Woodgate hefur Bournemouth unnið tvo leiki í röð og er liðið komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins.

John Terry, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, er enn talinn líklegastur samkvæmt mörgum enskum veðbönkum. Terry er aðstoðarstjóri Aston Villa í dag.

Patrick Vieira, fyrrum stjóri Nice, hefur einnig verið orðaður við starfið og David Wagner, fyrrum stjóri Huddersfield, hefur lýst yfir áhuga.

Þá hefur Karl Robinson, stjóri Oxford, verið nefndur en hann hefur getið sér gott orð fyrir að vinna vel með ungum leikmönnum og ná árangri með lítið fjármagn.

Bournemouth er í sjötta sæti ensku Championship-deildarinnar, í umspilssæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 13 8 4 1 36 12 +24 28
2 Middlesbrough 13 7 4 2 16 11 +5 25
3 Stoke City 13 7 3 3 18 9 +9 24
4 Millwall 13 7 3 3 16 15 +1 24
5 Bristol City 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Preston NE 13 6 4 3 17 12 +5 22
7 Hull City 13 6 4 3 22 20 +2 22
8 Charlton Athletic 13 5 5 3 15 11 +4 20
9 Ipswich Town 12 5 4 3 21 14 +7 19
10 Watford 13 5 3 5 17 16 +1 18
11 Birmingham 13 5 3 5 15 15 0 18
12 West Brom 13 5 3 5 12 14 -2 18
13 QPR 13 5 3 5 16 21 -5 18
14 Leicester 13 4 5 4 15 14 +1 17
15 Wrexham 13 4 5 4 19 19 0 17
16 Swansea 13 4 5 4 13 13 0 17
17 Derby County 13 4 5 4 16 17 -1 17
18 Oxford United 13 3 4 6 15 17 -2 13
19 Blackburn 12 4 1 7 12 17 -5 13
20 Portsmouth 13 3 4 6 10 17 -7 13
21 Southampton 13 2 6 5 13 19 -6 12
22 Sheffield Utd 13 3 0 10 10 23 -13 9
23 Norwich 13 2 2 9 12 20 -8 8
24 Sheff Wed 13 1 4 8 10 25 -15 -5
Athugasemdir