Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 10. mars 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Baldvins: Þurfti að selja mér það margoft að gefast upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Guðjón vann tvennuna með KR árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
„Tilfinningin er mjög sérstök en þetta er samt búinn að vera langur aðdragandi. Ég er búinn að vera meiddur í nánast ár og reynt allt en hægt og rólega sætt mig við að ég verð ekki sami leikmaður og ég var."

„Þá var tekin ákvörðun um að hætta,"
sagði Guðjón Baldvinsson, sem lagði skóna á hilluna í vikunni eftir að hafa spilað í meistaraflokki frá árinu 2003.

„Ég þurfti að selja mér það margoft að gefast upp. Tilfinningin að vilja enda með þá minningu að maður gat eitthvað varð ofan á."

Gætiru, vegna meiðslanna, spilað fótbolta aftur?

„Ég gæti aldrei spilað á því „leveli" sem ég myndi vilja spila á. Hnéð virkar ekki eins og það virkaði og það væri bara hættulegt fyrir mig að skemma það meira - upp á restina af lífinu."

„Ég reif upp góðan bita af brjóskinu í hnénu, það var víst á svona þungaberandi stað sem gerir það að verkum að ég missi hnéð undir álagi. Mér líður þá þannig að ég geti slitið krossband ef ég væri á of miklum hraða. Ég treysti ekki hnénu."


Var þetta mikill sársauki þegar þú meiddist?

„Nei, þetta var rosalega skrítið. Það tók langan tíma að finna út hvað þetta var. Ég spilaði í byrjun tímabilsins með þetta en hnéð blés alltaf út. Þegar þetta svo kom í ljós þá var það bara aðgerð sem var sársaukafult en annars er þetta ekki að há mér dags daglega en ég er ekkert að fara á skíði eða neitt svoleiðis."

„Ég hef ekkert farið út að skokka að viti því það kemur þreyta í hnéð. Ég þarf að finna aðrar leiðir - hjóla - og vonandi lagast þetta með árunum, ég veit það ekki. Eins og er þá virkar fótboltinn ekki,"
sagði Gaui.

Hann ætlar að byrja á sig að borga upp tapaðan tíma með fjölskyldunni áður en hann hugsar um mögulega þjálfun eða slíkt. „Helgarfrí og sumarfrí, það er eitthvað sem maður þarf að kynnast. Núna þarf að maður að taka upp dagatalið og plana."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum á ofan. Þar gerir hann ferilinn upp og er það KR eða Stjarnan?

Á ferlinum lék Guðjón með Stjörnunni, KR, GAIS, Halmstad, Nordsjælland og Kerala Blasters. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann lék þá fjóra A-landsleiki. Alls skoraði hann 99 mörk í deildarkeppni hér á Íslandi og fjórtán mörk í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner