Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 10. apríl 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur um Mörtu: Mesta keppnismanneskja sem ég hef kynnst
Kvenaboltinn
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir tap gegn Ítalíu í vináttulandsleik í dag.

Sjá einnig:
Naumt tap í fyrsta leik Þorsteins með landsliðið
Gunnhildur: Vantaði bara mörkin - Vil hrósa ungu stelpunum

Gunnhildur spilar í Bandaríkjunum með Orlando Pride en henni var skipt þangað í janúar frá Kansas City Royals. Fréttamaður Fótbolta.net spurði Gunnhildi út í skiptin þangað.

„Ég er mjög heppin; ég á mjög góða liðsfélaga, það er mikil samkeppni og ég er mjög ánægð þarna. Mér finnst ég bara verða betri þótt ég sé að verða eldri," sagði Gunnhildur.

Með Orlando Pride spilar hin brasilíska Marta sem er ein besta fótboltakona sögunnar.

„Marta, hún er bara geggjuð. Maður hélt að hún myndi róast þegar hún yrði eldri en hún er bara geggjuð í fótbolta. Þetta er held ég mesta keppnismanneskja, ásamt sjálfri mér, sem ég hef kynnst. Það er gaman að vera með henni í liði og það er hægt að læra margt af henni," sagði landsliðskonan öfluga.
Athugasemdir
banner