Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   lau 10. apríl 2021 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Naumt tap í fyrsta leik Þorsteins með landsliðið
Icelandair
Cecilía stóð vaktina vel í marki Íslands.
Cecilía stóð vaktina vel í marki Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalía 1 - 0 Ísland
1-0 Arianna Caruso ('72)

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Ítalíu í vináttulandsleik í dag.

Þetta var fyrsti leikur Þorsteins Halldórssonar með íslenska liðið en leikurinn fór fram á Ítalíu.

Ísland byrjaði nokkuð vel en Ítalía fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar Annamaria Serturini komst ein í gegn á móti Cecilíu en setti boltann í slána.

Staðan var markalaus í hálfleik en Ítalía tók forystuna á 72. mínútu er Arianna Caruso skoraði. Ítalska liðið vann skallabolta á teignum og boltinn féll fyrir Caruso sem tókst að skora fram hjá Cecilíu sem átti mjög góðan leik í marki Íslands.

Íslenska liðið átti góða kafla í leiknum en tókst ekki að jafna metin. Lokatölur 1-0 fyrir Ítalíu. Þessi lið mætast aftur á þriðjudaginn. Ísland er í 16. sæti á heimslistanum en Ítalía er í 13. sæti.

Markvörður:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Varnarmenn:
Elísa Viðarsdóttir (Hafrún Rakel Halldórsdóttir '86)
Glódís Perla Viggósdóttir (Guðný Árnadóttir '46)
Guðrún Arnardóttir
Álaug Munda Gunnlaugsdóttir

Miðjumenn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir (Berglind Rós Ágústsdóttir '90)
Karolína Lea Vilhjálmsdóttir (Karitas Tómasdóttir '46)

Framherjar:
Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir 62')
Elín Metta Jensen (Berglind Björg Þorvaldsdóttir 73')
Agla María Albertsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner