Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 09. apríl 2024 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Mér fannst leikplanið gott í byrjun leiks og mér fannst það ganga upp. Við lendum í mótlæti þegar Sveindís meiðist og það riðlar við planinu," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Mér fannst mörkin sem við fáum á okkur heldur einföld. Það er erfitt að halda hreinu gegn Þýskalandi en manni langar að þær hafi meira fyrir því en þessi mörk sem þær skora. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt og vinnuframlagið var upp á tíu."

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Auðvitað er maður drullusvekkt að tapa en mér fannst margir kaflar í okkar leik fínir. Eitthvað sem við getum tekið með okkur."

Eins og Glódís minnist á, þá fór Sveindís Jane meidd af velli í fyrri hálfleik eftir ljótt brot og það hafði mikil áhrif á liðið.

„Ég hef ekki séð þetta aftur en þetta var frekar ljótt brot. Það þarf mikið til að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot."

„Ég er ánægð að við héldum áfram og reyndum að spila. Við hugsuðum í hálfleik að við gætum tekið skref áfram í okkar þróun þó að við myndum tapa þessum leik. Við héldum áfram og vorum hugrakkar. Við vorum að skapa færi allan leikinn. Það eru margir mínusar og margir plúsar."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Glódís vonar eins og við öll að meiðslin séu ekki alvarleg.
Athugasemdir
banner
banner
banner