Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   þri 09. apríl 2024 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Mér fannst leikplanið gott í byrjun leiks og mér fannst það ganga upp. Við lendum í mótlæti þegar Sveindís meiðist og það riðlar við planinu," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Mér fannst mörkin sem við fáum á okkur heldur einföld. Það er erfitt að halda hreinu gegn Þýskalandi en manni langar að þær hafi meira fyrir því en þessi mörk sem þær skora. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt og vinnuframlagið var upp á tíu."

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Auðvitað er maður drullusvekkt að tapa en mér fannst margir kaflar í okkar leik fínir. Eitthvað sem við getum tekið með okkur."

Eins og Glódís minnist á, þá fór Sveindís Jane meidd af velli í fyrri hálfleik eftir ljótt brot og það hafði mikil áhrif á liðið.

„Ég hef ekki séð þetta aftur en þetta var frekar ljótt brot. Það þarf mikið til að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot."

„Ég er ánægð að við héldum áfram og reyndum að spila. Við hugsuðum í hálfleik að við gætum tekið skref áfram í okkar þróun þó að við myndum tapa þessum leik. Við héldum áfram og vorum hugrakkar. Við vorum að skapa færi allan leikinn. Það eru margir mínusar og margir plúsar."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Glódís vonar eins og við öll að meiðslin séu ekki alvarleg.
Athugasemdir
banner
banner
banner