Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. september 2020 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaspurningar 2020
Mynd: Hólar
Út er komin bókin FÓTBOLTASPURNINGAR 2020 eftir feðgana Bjarna Þór Guðjónsson og Guðjón Inga Eiríksson, sem staðið hafa fyrir bókum af þessum toga mörg undanfarin ár.

Sem fyrr er víða komið við og hér eru örfá dæmi:
- Með hvaða liði lék Steven Lennon fyrst eftir að hann kom til Íslands?
- Stuðningsmannaklúbbur hvaða liðs kallar sig Silfurskeiðina?
- Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Frakka?
- Með hvaða liði lék Bruno Fernandes áður en hann gekk til liðs við Manchester United?
- Hjá hvaða liði hóf James Milner feril sinn?
- Hverrar þjóðar er Lautaro Martínez?
- En Kim Little?
- Frá hvaða landi eru liðin 07 Vestur og Skála?
- En Haka og Honka?

Þetta og margfalt fleiri spurningar í þessari bráðskemmtilegu bók sem allir knattspyrnuunnendur ættu að spreyta sig á.
Athugasemdir
banner
banner