Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fim 10. október 2024 17:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður mjög illa. Þetta var ógeðslega svekkjandi og glatað." Segir Andri Fannar Baldursson, fyrirliði, eftir 2-0 tap Íslenska U21 liðsins gegn Litháen í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ekkert gekk hjá liðinu í dag og það ýmislegt sem hefði mátt gera betur.

„Mér fannst vanta áræðni og vilja. Þeir fá ódýr mörk en við þurfum að skora gegn þessu liði í svona leik. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki í dag.

Andri Fannar var spurður hvort þetta hafi verið vanmat.

„Þetta var ekki okkar dagur. Þeir eru erfiðir og það er skrýtið að þeir voru ekki með stig en við eigum samt að vinna þennan leik, við erum með betra lið. Þeir nýta sín færi og vinna leikinn.

Með þessum úrslitum er ljóst að Ísland fer ekki á EM í Slóvakíu að ári.

„Þetta var draumur en það er búið. Riðillinn var upp og niður og Þetta var rússibani sem er ekki nógu gott. Við þurftum stöðugleika en svona er fotboltinn."

Andri Fannar hefur verið fyrirliði U21 liðsins og algjör lykilmaður. Nú fer ferli hans með U21 að ljúka.

„Þetta hefur verið góð reynsla. Alltaf gaman að spila fyrir Ísland og ég gef alltaf allt í það. Þetta hefur verið heiður að spila alla þessa leiki og vera fyrirliði"
Athugasemdir
banner