„Mér líður mjög illa. Þetta var ógeðslega svekkjandi og glatað." Segir Andri Fannar Baldursson, fyrirliði, eftir 2-0 tap Íslenska U21 liðsins gegn Litháen í undankeppni EM.
Lestu um leikinn: Ísland U21 0 - 2 Litáen U21
Ekkert gekk hjá liðinu í dag og það ýmislegt sem hefði mátt gera betur.
„Mér fannst vanta áræðni og vilja. Þeir fá ódýr mörk en við þurfum að skora gegn þessu liði í svona leik. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki í dag.
Andri Fannar var spurður hvort þetta hafi verið vanmat.
„Þetta var ekki okkar dagur. Þeir eru erfiðir og það er skrýtið að þeir voru ekki með stig en við eigum samt að vinna þennan leik, við erum með betra lið. Þeir nýta sín færi og vinna leikinn.
Með þessum úrslitum er ljóst að Ísland fer ekki á EM í Slóvakíu að ári.
„Þetta var draumur en það er búið. Riðillinn var upp og niður og Þetta var rússibani sem er ekki nógu gott. Við þurftum stöðugleika en svona er fotboltinn."
Andri Fannar hefur verið fyrirliði U21 liðsins og algjör lykilmaður. Nú fer ferli hans með U21 að ljúka.
„Þetta hefur verið góð reynsla. Alltaf gaman að spila fyrir Ísland og ég gef alltaf allt í það. Þetta hefur verið heiður að spila alla þessa leiki og vera fyrirliði"
Athugasemdir