Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 10. október 2024 17:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður mjög illa. Þetta var ógeðslega svekkjandi og glatað." Segir Andri Fannar Baldursson, fyrirliði, eftir 2-0 tap Íslenska U21 liðsins gegn Litháen í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ekkert gekk hjá liðinu í dag og það ýmislegt sem hefði mátt gera betur.

„Mér fannst vanta áræðni og vilja. Þeir fá ódýr mörk en við þurfum að skora gegn þessu liði í svona leik. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki í dag.

Andri Fannar var spurður hvort þetta hafi verið vanmat.

„Þetta var ekki okkar dagur. Þeir eru erfiðir og það er skrýtið að þeir voru ekki með stig en við eigum samt að vinna þennan leik, við erum með betra lið. Þeir nýta sín færi og vinna leikinn.

Með þessum úrslitum er ljóst að Ísland fer ekki á EM í Slóvakíu að ári.

„Þetta var draumur en það er búið. Riðillinn var upp og niður og Þetta var rússibani sem er ekki nógu gott. Við þurftum stöðugleika en svona er fotboltinn."

Andri Fannar hefur verið fyrirliði U21 liðsins og algjör lykilmaður. Nú fer ferli hans með U21 að ljúka.

„Þetta hefur verið góð reynsla. Alltaf gaman að spila fyrir Ísland og ég gef alltaf allt í það. Þetta hefur verið heiður að spila alla þessa leiki og vera fyrirliði"
Athugasemdir