Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 10:07
Elvar Geir Magnússon
Íhugaði að hætta eftir að veist var að fjölskyldu hans
Anthony Taylor.
Anthony Taylor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anthony Taylor, einn besti dómari Englands, íhugaði að leggja flautuna á hilluna eftir að veist var að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum í Búdapest 2023.

Bálreiðir stuðningsmenn Roma létu öllum illum látum á flugvellinum en Taylor var nýbúinn að dæma úrslitaleik Roma gegn Sevilla í Evrópudeildinni. Áður hafði Jose Mourinho, þá stjóri Roma, látið Taylor heyra það í bílastæðahúsinu við leikvanginn.

Á flugvellinum var ýmsu lauslegu kastað að Taylor og fjölskyldu hans, þar á meðal stólum. Allt var á suðupunkti og öryggisverðir réðu illa við ástandið.

„Það voru í raun engin stór mistök gerð í leiknum en mér er kennt um og fæ að kenna á vonbrigðunum, pirringnum og reiðinni. Ég hugsaði 'Er þetta þess virði?'" segir Taylor en fjölskylda hans hefur ekki mætt á leik sem hann hefur dæmt eftir þetta. „Maður hugsar til baka hvort það voru mistök að ferðast með fjölskyldu sinni."


Athugasemdir
banner