Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. nóvember 2024 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Þetta var svo slakt
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
„Vonbrigðin að fara ekki heim með þrjú stig eru meiri en það að hafa fengið stig og þau verða eflaust meiri þegar maður horfir aftur á leikinn. Mér fannst við vera með yfirhöndina og betra liðið í mörgum fösum og stöðum í leiknum. Svo var ég vonsvikinn með það hvernig við fengum á okkur mark eftir að hafa tekið forystuna. Þetta var svo slakt og ekki staðallinn hjá okkur. Við getum ekki ekki sætt okkur við þetta,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 1-1 jafnteflið gegn Chelsea á Stamford Bridge.

Arteta fannst Arsenal-liðið spila vel og að það hafi verðskuldað að komast í 1-0, en hann var hundóánægður með að Chelsea hafi tekist að jafna aðeins tíu mínútum síðar.

Pedro Neto fékk allan tímann í heiminum til að athafna sig fyrir utan teiginn áður en hann hamraði boltanum neðst í hægra hornið.

„Þetta í öðrum fasa í föstu leikatriði og við vorum óskipulagðir. Við náðum ekki að koma okkur í réttar stöður nógu fljótt og þú getur ekki leyft sendingunni að koma þangað. Þú þarft gæðin sem Neto hefur til að gera þetta, en staðallinn var bara ekki nógu góður hjá okkur.“

Martin Ödegaard byrjaði sinn fyrsta deildarleik í rúma tvo mánuði og tókst að leggja upp mark liðsins. Arteta er ánægður að fá hann aftur í liðið.

„Hann hefur verið frá í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu stigi í ensku úrvalsdeildinni segir manni hversu vel hann hugsar um sig og þá leiðtogann og karakterinn sem hann hefur að geyma. Það er miklu betra flæði á öllu þegar þú ert með svona leikmann. Við náðum að smella betur saman og maður sá að flæðið kom aftur en þetta snýst um að vinna leiki.“

„Við höfum þurft að gera stórar breytingar á hverjum degi. Það er vélin, dekkin og stýrið því það kemur vandamál á eftir vandamáli. Venjulega myndu lið brotna en þetta lið hefur ótrúlega orku og anda til að spila,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner