Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Gummi Tóta á leið heim?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson var orðaður við heimkomu til Íslands í Þungavigtinni í dag.

„Ég held að Gummi Tóta verði í Bestu deildinni næsta sumar," segir Rikki G í þætti dagsins. „Ég held hann sé opinn fyrir öllu," bætti Rikki við en hann þekkir vel til Guðmundar.

Guðmundur hefur spilað bæði sem miðjumaður og vinstri bakvörður hjá Noah í Armeníu, þar sem hann hefur verið í tæplega eitt og hálft ár. Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Guðmundur er Selfyssingur sem lék með ÍBV áður en hann fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum áratug síðan.

Guðmundur, sem er 33 ára og á að baki 15 A-landsleiki, var orðaður við Val í slúðurpakkanum í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner