„Það er mjög góð tilfinning að vera kominn í Þrótt. Félagið hefur mikinn metnað og skýra framtíðarsýn sem heillaði mig," segir Aron Dagur Birnuson sem er kominn í Þrótt Reykjavík frá Stjörnunni.
„Það var ekki mikið annað sem kom upp, en Þróttur var sá kostur sem mér leist best á þannig það er mjög gott að það hafi farið eins og það fór. Það sem gerði svolítið útslagið var æfingatíminn hjá Stjörnunni, hann hefur breyst töluvert síðan ég kom fyrst og hentar hann ekkert rosalega vel með vinnunni sem ég er í."
Aron Dagur er 26 ára markvörður sem kom til Stjörnunnar frá Grindavík eftir tímabilið 2024. Hann stóð vaktina í einum bikarleik í sumar en var annars til vara fyrir Árna Snæ Ólafsson.
„Það var ekki mikið annað sem kom upp, en Þróttur var sá kostur sem mér leist best á þannig það er mjög gott að það hafi farið eins og það fór. Það sem gerði svolítið útslagið var æfingatíminn hjá Stjörnunni, hann hefur breyst töluvert síðan ég kom fyrst og hentar hann ekkert rosalega vel með vinnunni sem ég er í."
Aron Dagur er 26 ára markvörður sem kom til Stjörnunnar frá Grindavík eftir tímabilið 2024. Hann stóð vaktina í einum bikarleik í sumar en var annars til vara fyrir Árna Snæ Ólafsson.
„Sumarið 2025 var lærdómsríkt á margan hátt. Auðvitað vill maður alltaf spila meira, sérstaklega þegar maður finnur að maður hefur mikið fram að færa en ég er alveg á því að ég bætti mig helling sem leikmaður. Á sama tíma reyndi ég að nýta tímann vel, leggja hart að mér á æfingum og vaxa sem leikmaður bæði innan sem utan vallar. Svona tímabil geta styrkt mann andlega og gert mann hungraðri í næsta verkefni."
Aron Dagur fer á láni frá Stjörnunni í Laugardalinn.
„Það voru ýmsir möguleikar ræddir, en niðurstaðan varð lánssamningur þar sem allir aðilar töldu að það væri besta lausnin á þessum tímapunkti."
Hann segir að markmiðið sé að vinna Lengjudeildina.
„Markmiðin eru skýr: vinna deildina, leggja mitt af mörkum og hjálpa Þrótti að ná sínum markmiðum. Persónulega snýst þetta um að þróast áfram, taka meiri ábyrgð og sýna stöðugleika í frammistöðu," segir Aron Dagur sem er samningsbundinn Stjörnunni út 2027.
Athugasemdir



