Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 10. desember 2025 15:15
Kári Snorrason
Blikar án lykilmanns á morgun
Valgeir tognaði í leiknum gegn Samsunspor.
Valgeir tognaði í leiknum gegn Samsunspor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Helgi ristarbrotnaði í æfingaleik Breiðabliks gegn Lilleström.
Ásgeir Helgi ristarbrotnaði í æfingaleik Breiðabliks gegn Lilleström.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik verður án Valgeirs Valgeirssonar í leiknum gegn Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á morgun. Valgeir er að glíma við tognun og er tvísýnt hvort að hann nái leiknum gegn Strasbourg í næstu viku.

Þá er Þorleifur Úlfarsson einnig tæpur fyrir leikinn á morgun og Ásgeir Helgi Orrason er ristarbrotinn og verður frá í fjóra mánuði.

„Það eru aðeins skakkaföll, Valli meiddist í síðasta leik og er frá. Dolli (Þorleifur Úlfarsson) er aðeins tæpur en að öðru leyti er hópurinn góður.“

Verður Valgeir lengi frá?

„Það er ekki alveg vitað, en þetta eru engin stórmeiðsli. Þetta er smávægileg tognun. Það verður keppni við tímann að ná leiknum gegn Strasbourg,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks á blaðamannafundi liðsins fyrr í dag. Breiðablik mætir Strasbourg í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku.

Býst við Ásgeiri í mars
Miðvörðurinn efnilegi Ásgeir Helgi ristarbrotnaði í æfingaleik Breiðabliks gegn Lilleström í síðasta mánuði. Ólafur Ingi var spurður út í Ásgeir í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

„Geiri er búinn að fara í aðgerð og hún gekk mjög vel. Hann er á sinni batavegferð. Ég á von á því að hann verði klár upp úr mars.“
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Athugasemdir
banner