Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mið 10. desember 2025 14:51
Kári Snorrason
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði jafntefli við Samsunspor í síðasta leik.
Breiðablik gerði jafntefli við Samsunspor í síðasta leik.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Breiðablik mætir írska liðinu Shamrock Rovers í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar á morgun. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, var til tals eftir blaðamannafundi liðsins fyrr í dag og Fótbolti.net ræddi við hann.

„Þetta eru skemmtilegir leikir í Sambandsdeildinni, við erum brattir.“

Breiðablik mætti Shamrock fyrir tveimur árum í forkeppni Meistaradeildarinnar og bar þá sigur úr býtum. Á blaðamannafundinum sagði Ólafur margt vatn hafa runnið til sjávar síðan þá og býst við öðruvísi Írum.

„Ég býst við að þeir vilji reyna hleypa þessu upp. Þetta er líkamlega sterkt írskt lið - þeir eru góðir í návígum, góðir í að vinna seinni bolta og beinskeyttir. Við þurfum að vera klárir í slaginn og í þessa grunnvinnu sem skiptir miklu máli.“

„Ég á von á því að þeir bakki á okkur og að við komum til með að halda aðeins meira í boltann. Við erum undirbúnir fyrir það, en það gæti verið að þeir sjái leikinn öðruvísi fyrir sér: Vilji stíga aðeins á okkur, en það verður að koma í ljós.“

Setjiði kröfu á sigur?

„Við setjum alltaf kröfur á sigur. Það sem skiptir mestu í þessu er að við gerum okkar. Ef að við náum upp góðri frammistöðu og náum því besta út úr okkar liði þá held ég að sigurinn skili sér. Þetta snýst um okkar hugarfar og hvernig við útfærum leikinn.“

Breiðablik er með tvö stig þegar tveir leikir eru eftir, en Ólafur segir stefnuna setta á að reyna ná umspilssætinu.

„Ekki spurning. Við viljum fara til Frakklands með eitthvað undir. Við viljum vinna leikinn á morgun og fara til Frakklands í erfiðan leik með eitthvað undir. Það er klárlega markmiðið.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner