Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Darri Bergmann í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan
Markmaðurinn Darri Bergmann Gylfason er genginn í raðir Stjörnunnar en hann kemur til félagsins frá Augnabliki. Hann hefur verið aðalmarkmaður Augnabliks í fjögur tímabil og á að baki 108 KSÍ leiki.

Darri Bergmann gerir þriggja ára samning og fylgir Hrannari Boga Jónssyni, nýjum aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, úr Kópavoginum en Darri lék undir stjórn Hrannars Boga hjá Augnabliki.

Stjarnan lánaði á dögunum markmanninn Aron Dag Birnuson til Þróttar og Darri er svo tilkynntur í kjölfarið. Honum er væntanlega ætlað að veita Árna Snæ Ólafssyni samkeppni um stöðu í liðinu.

Stjarnan endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar næsta sumar. Darri Bergmann, sem er 24 ára, er annar leikmaðurinn sem Stjarnan sækir í vetur en Birnir Snær Ingason kom til félagsins fyrr í vetur.
Athugasemdir
banner