Breiðablik fær írska liðið Shamrock Rovers í heimsókn á Laugardalsvöll í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar á morgun.
Liðin mættust 2023 og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli.
Liðin mættust 2023 og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli.
Dómarar leiksins koma frá Albaníu en aðaldómari er Enea Jorgji sem dæmdi leik 1-1 jafntefli Breiðabliks á útivelli gegn Zrinjski Mostar fyrr á árinu, í ágúst.
Hann dæmdi tvær vítaspyrnur í leiknum; eina sem Breiðablik fékk og aðra sem bosníska liðið fékk.
Athyglisvert er að Jorgji dæmdi stórleik í grísku deildinni fyrr á árinu, leik AEK Aþenu og Panathinaikos. Gríska fótboltasambandið ákvað þá að best væri í stöðunni að fá erlenda dómara til að forðast samsæriskenningar og umdeild atriði.
Leikur Breiðabliks og Shamrock verður klukkan 17:45 á Laugardalsvelli á morgun.
Athugasemdir



