Breiðablik fær írska liðið Shamrock Rovers í heimsókn á Laugardalsvöll í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar næstkomandi fimmtudag.
Breiðablik er með tvö stig, en þeir írsku hafa einungis sótt eitt stig í Sambandsdeildinni.
Einungis tvö ár eru frá því að liðin mættust síðast, þá í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik fór þar með sigur af hólmi, bæði heima fyrir og úti í Dyflinni.
Breiðablik er með tvö stig, en þeir írsku hafa einungis sótt eitt stig í Sambandsdeildinni.
Einungis tvö ár eru frá því að liðin mættust síðast, þá í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik fór þar með sigur af hólmi, bæði heima fyrir og úti í Dyflinni.
Damir Muminovic reyndist hetja Breiðabliks í útileiknum er hann skoraði eina mark leiksins eftir bylmingsskot beint úr aukaspyrnu. Eftir leik játaði Damir að markið hefði verið það glæsilegasta sem hann hafði skorað á ferlinum.
Í síðari leik liðanna, sem fór fram á Kópavogsvelli, hafði Breiðablik betur 2-1 en þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson skoruðu mörk Blika. Óskar Hrafn Þorvaldsson mætti í viðtal eftir leik og sagði einfaldlega að Shamrock ætti ekki að geta sett kröfu á sigur gegn Blikum á útivelli.
Á síðasta ári sló Shamrock Víking R. út í forkeppni Meistaradeildarinnar, þar sem Nikolaj Hansen brenndi af vítaspyrnu undir lok leiks og náði þar með ekki að jafna einvígið.
Shamrock endaði í öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni í gegnum hefðbundna deildarleið en ekki í gegnum meistaraleiðina líkt og Breiðablik og Víkingur hafa gert.
Shamrock Rovers 0-[1] Breiðablik - Damir Muminovic thunderbolt 38'
byu/atbg1936 insoccer
Athugasemdir



