Paul Pogba er orðinn hluthafi í fyrsta atvinnumannafélaginu í kameldýrahlaupi, félagi sem heitir Al Haboob og er í Sádi-Arabíu.
Pogba, sem er 32 ára og leikur með Mónakó eftir að hafa afplánað langt bann fyrir brot á lyfjareglum, segist hafa horft mikið á kameldýrahlaup á netinu og skoðað íþróttina vel í frítíma sínum.
Pogba, sem er 32 ára og leikur með Mónakó eftir að hafa afplánað langt bann fyrir brot á lyfjareglum, segist hafa horft mikið á kameldýrahlaup á netinu og skoðað íþróttina vel í frítíma sínum.
„Þetta er eins og hver önnur íþrótt og krefst ástríðu, fórnar og liðsheildar," segir Pogba við BBC.
Kameldýrakappreiðar eru sérstaklega vinsælar í Mið-Austurlöndum.
Pogba, sem er fyrrum leikmaður Manchester United og Juventus, mun vera sérstakur kynningarfulltrúi Al Haboob ásamt því að vera einn af hluthöfum í félaginu.
Athugasemdir


