Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Viktor Bjarki meðal bestu manna í sigri FCK
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason byrjaði í fremstu víglínu hjá FC Kaupmannahöfn í fræknum sigri á útivelli gegn spænska félaginu Villarreal fyrr í kvöld.

Viktor Bjarki átti góðan leik þar sem hann tók meðal annars þátt í öðru marki FCK með góðu hlaupi í vítateignum. Hann lék í rétt rúmar 70 mínútur áður en honum var skipt af velli.

Tipsbladet gaf leikmönnum Kaupmannahafnar einkunnir eftir sigurinn og var Viktor meðal allra bestu leikmanna liðsins. Hann fær 5 í einkunn af 6 mögulegum og er einn af aðeins þremur leikmönnum sem hljóta þessa einkunn. Hinir tveir eru Mads Emil Madsen og Junnosuke Suzuki.

Mohamed Elyounoussi, sem skoraði og lagði upp í sigrinum, fær 4 fyrir sinn þátt.

„Ef þú ert nægilega góður, þá ertu nægilega gamall. Viktor Daðason er svo sannarlega meira heldur en nægilega góður. Miðverðirnir sem voru að gæta hans í dag, annar er með sögu að baki hjá Real Madrid og hinn er landsliðsmaður Portúgal. Hann sýndi magnaða hæfileika sína þegar kemur að því að halda í boltann og finna réttu sendinguna. Hann á bjarta framtíð fyrir sér," segir í einkunnagjöf Tipsbladet.

   10.12.2025 19:46
Meistaradeildin: Viktor Bjarki byrjaði í fræknum sigri

Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 6 6 0 0 16 1 +15 18
2 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
3 PSG 6 4 1 1 19 8 +11 13
4 Dortmund 6 4 1 1 19 12 +7 13
5 Man City 6 4 1 1 12 6 +6 13
6 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
7 Inter 6 4 0 2 12 4 +8 12
8 Real Madrid 6 4 0 2 13 7 +6 12
9 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
10 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
11 Tottenham 6 3 2 1 13 7 +6 11
12 Newcastle 6 3 1 2 12 5 +7 10
13 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
14 Sporting 6 3 1 2 12 8 +4 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
18 Mónakó 6 2 3 1 7 8 -1 9
19 Leverkusen 6 2 3 1 9 11 -2 9
20 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
21 Juventus 6 1 4 1 10 10 0 7
22 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
23 Pafos FC 6 1 4 1 4 7 -3 7
24 Napoli 6 2 1 3 6 11 -5 7
25 FCK 6 2 1 3 10 16 -6 7
26 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
27 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
28 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
29 Olympiakos 6 1 2 3 6 13 -7 5
30 Club Brugge 6 1 1 4 8 15 -7 4
31 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
32 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
33 Ajax 6 1 0 5 5 18 -13 3
34 Bodö/Glimt 6 0 2 4 8 13 -5 2
35 Villarreal 6 0 1 5 4 13 -9 1
36 Kairat 6 0 1 5 4 15 -11 1
Athugasemdir
banner
banner